Viðburðir

Taktu þátt í myndaleik

Í tilefni Skóladaga efnum við til skemmtilegs leiks þar sem þátttakendur fá að gefa ímyndunaraflinu lausan tauminn. 

Komdu hingað í Smáralind, teiknaðu mynd á krítarvegginn sem er staðsettur við rúllustigann við GS Skó á 1. hæð, taktu mynd með þér og/eða vini inn á og settu á Instagram merkta #kritamyndismaralind. 

Þú gætir unnið glæsilegan vinning

1. vinningur - 30.000 kr. gjafakort frá Smáralind,  2.000 kr. gjafakort frá Flying Tiger og 1 klst. kort í Smáratívolí

2. vinningur - 15.000 kr. gjafabréf frá Iglo+indi, 2.000 kr. gjafakort frá Flying Tiger og 1 klst. kort í Smáratívolí

3. vinningur - Jeva skólataska frá Penninn Eymundsson og 2.000 kr. gjafakort frá Flying Tiger

4. vinningur - Herschel taska frá Gallerí Sautján og 1 klst. kort frá Smáratívolí

5. vinningur - Beckman skólataska frá Penninn Eymundsson og 2.000 kr. gjafakort frá Flying Tiger

6. vinningur - Jeva skólataska frá Penninn Eymundsson

7. vinningur - Beckman skólataska frá Penninn Eymundsson

8. vinningur - Jeva pennaveski frá Penninn Eymundsson og 1 klst. kort í Smáratívolí

9. vinningur - Jeva pennaveski frá Penninn Eymundsson og 1 klst. kort í Smáratívolí

Þetta er ekki flókið - Þú gerir bara svona

1) Krítaðu mynd á krítavegginn í Smáralind og gerðu ráð fyrir sjálfum þér og/eða vinum þínum á myndinni

2) Stilltu þér upp og taktu mynd 

3) Merktu myndina þína inn á Instagram #kritamyndismaralind 

4) Hafðu Instagram aðganginn þinn opinn

Fylgdu reglunum

Til að vera með í leiknum þarf myndin þín að uppfylla eftirfarandi skilyrði:

  • Instagram-myndin má ekki ná út fyrir myndavegginn
  • Ekki má nota skreytingar sem aðrir hafa skilið eftir á veggnum
  • Myndskreytingin þarf að vera eftir þig eða þína aðstoðarmenn 
  • Alltaf þarf a.m.k. eina manneskju með á Instagram myndinni
  • Dónaskapur eða ósiðsamleg skilaboð dæma myndina þína sjálfkrafa úr leik 

Settu þitt listaverk inn á Instagram!

Dómnefnd velur bestu myndirnar út frá gæðum teikninga, hugmyndagleði og því hversu vel innsendingar uppfylla skilyrði leiksins. Úrslitin verða kunngerð 31. ágúst 2017.

Smáralind – leikum okkur smá