Smáralind

Um Smáralind

Smáralind er stærsta verslunarmiðstöð landsins, full af spennandi verslunum og veitingastöðum og frábærri afþreyingu. Smáralind er rúmlega 62.000 m2 að stærð með um 100 verslanir, veitingastaði og þjónustuaðila starfandi í húsinu.


Fréttir

Frettatilk_201Smari_nafnasamk

27.6.2017 : Ný götunöfn í nágrenni Smáralindar

Sunnusmári og Silfursmári voru valin sem götunöfn í nýrri byggð 201 Smári í Kópavogi og torg upp við Smáralindina mun nefnast Sunnutorg. Tilkynnt var um nöfnin á föstudag og verðlaun afhent á sama tíma í nafnasamkeppni sem fram fór um götuheitin. Um er að ræða nýja 620 íbúða byggð sem mun rísa í Smáranum, sunnan Smáralindar. Almenningi gafst tækifæri á að taka þátt í leik um útfærslur íbúða og hverfis auk nafnaleiks í samstarfi við Kópavogsbæ um götunöfn og nafn á aðaltorginu í byggðinni.

Lesa meira

31.5.2017 : Skechers

Skóverslunin Skechers opnaði nýlega hér í Smáralind. Verslunin er stórglæsileg og skartar fjölbreyttu úrvali af skóm og fylgihlutum fyrir alla fjölskylduna. Verslunin er staðsett á 1. hæð við hlið Iglo+indi. 

Lesa meira
Skechers_midlar

26.5.2017 : Opnunarhátíð Skechers

Laugardaginn 27. maí verður verslunin Skechers í Smáralind með opnunarhátíð. Komdu við hjá þeim eftir kl. 14 þar sem þau verða með Krispy Kreme og blöðrur fyrir yngsta fólkið.  Ef heppnin er með þér gætirðu unnið glænýja Skechers skó á lukkuhjólinu. Lesa meira
Frontmynd_PanduroDK

12.5.2017 : Panduro Hobby opnar í Smáralind

Það er okkur sönn ánægja að segja frá því að Panduro Hobby opnar sína fyrstu sérverslun hér hjá okkur í Smáralind í lok ágúst. Panduro Hobby verður staðsett á fyrstu hæð í austurendanum á milli Vínbúðarinnar og Símans. Þetta verður eitthvað spennandi.

Lesa meira

Eldri fréttir


Starfsfólk

Nafn Netfang Sími
Guðrún M. Örnólfsdóttir,
markaðsstjóri
runa (hjá) smaralind.is 528 8012
Torfhildur Sigurðardóttir,
gjaldkeri/innheimta
torhildur (hjá) smaralind.is 528 8010
Inga Þóra Jónsdóttir,
bókhald
inga (hjá) smaralind.is 528 8006
Jóhann Sigurjónsson,
fjármálastjóri
johann (hjá) smaralind.is 528 8005
Sandra Arnardóttir,
verkefnastjóri markaðsdeild
sandra (hjá) smaralind.is 528 8014
Arna Fríða Ingvarsdóttir,
grafískur hönnuður markaðsdeild
arna (hjá) smaralind.is 528 8004
Sturla Gunnar Eðvarðsson,
framkvæmdastjóri
sturla (hjá) smaralind.is 528 8008896 2164
Særós Guðnadóttir,
bókhald
saeros (hjá) smaralind.is 528 8000

Leigurými

Tryggðu þér pláss

Verslunarmiðstöðin Smáralind er rúmlega 62.000 m2 og þar sem saman koma um 100 rekstraraðilar sem bjóða upp á margvíslega verslun og þjónustu. Þúsundir manna sækja Smáralind heim daglega sem er grunnur blómlegra viðskipta í verslunarmiðstöðinni.

Hverjar sem þarfir þínar eru, frá litlu sölu- eða þjónustuplássi upp í þúsundafermetra verslunarpláss, geta starfsmenn Eignarhaldsfélags Smáralindar orðið þér að liði við að útfæra þær hugmyndir og mæta þeim þörfum sem þú ert með varðandi leigurými í verslunarmiðstöðinni.

Fyrir frekari upplýsingar vegna leigu á rýmum í Smáralind, vinsamlegast hafðu samband við Sturlu Gunnar Eðvarðsson framkvæmdastjóra í síma 528 8008 eða á sturla@smaralind.is  

Styrkbeiðnir

Til að sækja um styrki hjá Smáralind skal fylla út formið hér að neðan. Styrkbeiðnir eru teknar fyrir á sérstökum fundum sem haldnir eru hálfsmánaðarlega.

Til að fyrirbyggja ruslpóst: